Sýnataka fer fram núna eftir hádegi í dag hjá þeim sem sendu inn svör við spurningalista v. COVID-19 sem kynntur var á vefmiðlum í Eyjum í gær. Nokkrir einstaklingar sem tóku þátt höfðu ekki samband eða hugsanlega reyndu að hafa samband. Vegna bilunar í símakerfi var ekki unnt að ná sambandi í gegnum símanúmerið 432-2500.  Þegar það uppgötvaðist var boðið upp á að hafa samband í gegnum númer 432-2501 og velflestir fengu þær upplýsingar og hringdu í það númer og fengu tíma. Vegna þessa ætlum við að bjóða þeim sem tóku þátt í spurningasvörun en ekki náðu í gegn/ekki höfðu samband í dag að hafa samband í fyrramálið milli kl. 10 og 12 í símanúmerið 432-2501 og þá fá sýnatöku eftir hádegið.

Fyrirhugað er að bjóða sérstaklega upp á skimun með sýnatöku í hópi eldri borgara á næstu dögum, þ.e.a.s. hjá þeim sem eru með einkenni öndunarfærasýkingar. Fyrirkomulag þeirrar skimunar verður kynnt á morgun.