Boðið verður upp á sérstaka COVID-19 skimun fyrir alla einstaklinga sem eru í sóttkví í Vestmannaeyjum eða eru að útskrifast úr henni.

Sérstakir tímar eru í boði fyrir þennan hóp á morgun. Flestir í sóttkví hafa fengið sms varðandi þetta. Ef einstaklingar í sóttkví hafa þegar pantað tíma á föstudag eða laugardag þá eru viðkomandi vinsamlegast beðnir um að bóka sig frekar á morgun fimmtudag. Ef einhverjar spurningar eru varðandi fyrirkomulag hjá þeim sem eru í sóttkví er hægt að senda fyrirspurn á [email protected]

Þeir sem eru í sóttkví mega fara á bíl í sýnatökuna, en ath. ekki í sama bíl og einstaklingar sem eru utan sóttkvíar.