Það er gömul og góð hefð hjá fjölmiðlum og öðrum að reyna að fá fólk til að “hlaupa” 1. apríl. Við tókum að sjálfsögðu þátt í því í gær. En eins og flestir áttuðu sig á var frétt okkar í gær um niðurrif á Blátindi uppspuni frá rótum. Þó bárust bæði forsvarsmönnum Vestmannaeyjahafnar og kjörnum fulltrúm mis yfirvegaðar fyrirspurnir um málið og því má segja að tilgangnum hafi verið náð.

Við þökkum Svenna Valgeirs og öðrum kærlega fyrir aðstoðina.