Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru og langrar helgi framundan hefur verið ákveðið að bjóða upp á símaviðtal við hjúkrunarfræðing yfir páskahelgina.
Símatímar eru dagana 9 – 13 apríl, kl 11:00 – 11:30 í síma 4322510

Þessir símatímar eru ætlaðir

  • einstaklingumi með einkenni sem gætu bent til Covid 19 smits; hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, minnkað bragðskyn, niðurgangur – ógleði sem hugsanlega þyrftu á sýnatöku að halda.
  • Einstaklingum í sóttkví sem eru að fá einkenni eða einkenni að versna
  • Einstaklingum í einangrun sem eru með versnandi einkenni

Tekið skal skýrt fram að einstaklingar í sóttkví og einstaklingar í einangrun hringja í 1700 utan þessa símatíma ef versnandi einkenni – ekki bíða til næsta dags.

Eins og áður er hring í síma 1700 ef um önnur veikindi er að ræða eða 112 við neyðartilfelli.