Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var um það bil 39 mkr. úthlutað til 88 verkefna úr báðum flokkum. Samþykkt var að veita 27 verkefnum styrk í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna um samtals tæplega  17 mkr. og 61 verkefni í flokki menningarverkefna sem hlutu samanlagt rúmlega 22 mkr.

Nokkur verkefni sem rekja má til Vestmannaeyja hlutu styrk frá sjóðnum að þessu sinni.

í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna

  • Aldur er bara tala 500.000 Sólrún Erla Gunnarsdóttir
  • Beislun vindorku með sívalingum 500.000 Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses
  • Vörumerkjahönnun og heimasíðugerð 400.000 Aldingróður ehf

í flokki menningarverkefna.

  • Útgáfuhátíð vegna útgáfu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar 500.000 Sigurhanna Friðþórsdóttir
  • Heim í (lúðra)sveitina 400.000 Lúðrasveit Vestmannaeyja
  • Spamalot – Söngleikur 300.000 Leikfélag Vestmannaeyja
  • Siggi Björns í Eyjum á Goslokahátíð 150.000 Kristín Jóhannsdóttir
  • Sundlaugardiskó 150.000 Grétar Þór Eyþórsson

Lista yfir verkefni sem hlutu styrki má sjá HÉR