Lögreglan í Vestmannaeyjum birti færslu á facebook síðu sinni rétt í þessu þar sem fram kemur að ekkert nýtt smit hafi greinst í sjö daga í Vestmannaeyjum. Enn er heildarfjöldi smita 103, 60 hafa náð bata og 43 eru með virk smit. Í dag eru 150 manns í sóttkví.