Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi þann 11. apríl minnisblað varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 eftir 4. maí 2020 til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Þórhallur leggur til að þeim takmörkunum á samkomum sem nú eru í gangi verði aflétt í nokkrum skrefum næstu mánuði með 3ja-4ja vikna millibilum. Einnig er lagt til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki 2.000 einstaklinga a.m.k út ágúst n.k. Tillögur að nánari útfærslu á þessu verða sendar síðar.