Á morgun miðvikudaginn 15. apríl hefst skóli á ný við Grunnskólan í Vestmannaeyjum, skólahald verður með sama hætti og var áður en við fórum í fjarkennslu. Ljóst er að starfsemi og þjónusta skólans verður með breyttu sniði a.m.k. á meðan samkomubann er í gildi, eða til 4. maí. Hvað tekur við eftir það, er enn óljóst. Allt skipulag skólahalds miðast að því að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum yfirvalda um samkomubann. Þetta kemur fram á heimasíðu GRV.

Nemendur munu vera 4 kennslustundir á dag í skólanum, 3 klukkutíma. Nemendur verða aðeins í sínum bekk og munu mæta á misjöfnum tíma í skólann. Umsjónarkennari sér um alla kennslu og öll önnur kennsla fellur niður, sem og íþróttir, lotutímar, valáfangar o.fl. Umsjónarkennarar munu vera í góðu sambandi við sína nemendur og senda frekari upplýsingar til foreldra. Heimanám gæti aukist og þá sérstaklega á unglingastigi, þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með á Mentor.

Hér má sjá hvenær hver árgangur mætir og lýkur skóla.

Tími

Hópur

Inn/útgangur

09:00-12:00

1. bekkur

vestur inngangur

08:30-11:30

2. bekkur

vestur inngangur

08:20-11:20

3. bekkur

niðri inngangur

08:40-11.40

4. bekkur

niðri inngangur

08:20-11:20

5. bekkur

miðstigs inngangur

08:30-11:30

6. bekkur

miðstigs inngangur

08:20-11:20

7. bekkur

norður inngangur

11:00-13:55

8.bekkur

suður inngangur

11:10-14:05

9. bekkur

norður inngangur

11:20-14:15

10. bekkur

suður inngangur

Það er mjög mikilvægt að virða tímasetningar og nemendur eiga að mæta á þeim tíma sem þeirra árgangur mætir, hvorki fyrr né seinna. 

Enginn hafragrautur, ávextir eða hádegismatur verður í boði. Nemendur mæta með nesti sem þeir borða í sínum umsjónarstofum. Matarkostnaður verður felldur niður þessa daga.
Engir utanaðkomandi gestir mega koma inn í skólann, sem þýðir að foreldrar mega ekki koma inn í skólann og bendum við ykkur á að hafa samband við kennara eða stjórnendur í gegnum síma eða tölvupóst.

Athugið að ef það kemur til mikilla forfalla kennara í skólanum, gæti þurft að senda einstaka bekki/árganga heim.

Einnig ef það kemur til hegðunarvandkvæða sem ekki tekst að leysa í kennslustofu, verður hringt heim og foreldrar beðnir um að sækja nemandann.

Það er mikilvægt að halda áfram að fara eftir tilmælum landlæknis. Nemendur með undirliggjandi sjúkdóma og flensueinkenni ættu að halda sig heima og fylgja áætlunum á Mentor.

Skóladagar í apríl verða eftirfarandi
15.- 17. apríl
20. -22. apríl ( sumardagurinn fyrsti er 23. apríl og starfsdagur 24. apríl).
27. -30. apríl ( á skóladagatali, er 27. apríl starfsdagur, en það er skóli þann dag ).