Sveit Taflfélags Vestmannaeyja hafnaði í 43. sæti á óopinberu Norðurlandamóti skákfélaga í atskák sem fram fór á netinu um páskahelgina. A-sveit Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) sigraði mótið. Alls tóku 67 sveitir þátt í mótinu.

Umhugsunartími var 10 mínútur auk tveggja sekúndna til viðbótar fyrir hvern leik. Teflt var á sex borðum í hverri umferð og tefldar voru sjö tvöfaldar umferðir, nánar tiltekið þannig að þátttakendur tefldu tvisvar við andstæðinga sína í hverri umferð. Skáksamband Íslands sá um framkvæmd mótsins.

Sveit Taflfélags Vestmannaeyja skipa þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Hallgrímur Steinsson, Sigurjón Þorkelsson, Nökkvi Sverrisson, Sverrir Unnarsson, Páll Ammendrup Ólafsson, Dagur Páll Ammendrup, Ólafur Hermannsson, Ægir Óskar Hallgrímsson, Örn Leó Jóhannsson, Pál Snædal Andrason og Valur Marvin Jónsson.