Fræðsluráð Vestmannaeyja efnir nú í fyrsta skipti til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskóla, Tónlistarskóla Vm. og Frístundaveri. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.

Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð þróunar- og nýbreytniverkefni sem unnin hafa verið á yfirstandandi skólaári. Hér má nálgastu eyðublað fyrir tilnefningu.

Skila þarf inn ábendingum fyrir 18. maí 2020.