Hilmar Kristjánsson sá lunda í töluverðu magni seinnipartinn í dag bæði í Dalfjalli og í Klifinu. Eðlilegt er að fyrstu lunda verði vart um miðjan apríl og því hægt að segja að þessi vorboði sé mættur til Eyja á réttum tíma.