Eitt smit hefur bæst við í Vestmannaeyjum og er heildarfjöldi smita því 104. Þeir sem hafa náð bata eru 79 og því aðeins 25 manns með virk smit. Í sóttkví eru 91. Aðilinn sem greindist er fjölskyldumeðlimur einstaklings sem hafði greinst áður og er því ekki um óvænt smit að ræða eða á nýjum stað í samfélaginu.

Við verðum áfram að virða reglur og gæta að eigin sóttvörnum.
f.h. aðgerðastjórnar
Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.