Ákveðið hefur verið að opna að nýju afgreiðslu bæjarskrifstofanna (Bárustíg, Rauðagerði og Tæknideildina) milli kl. 10 og 12 alla virka daga. 

Kemur sú ákvörðun til með að gilda frá og með mánudeginum 20. apríl 2020, þar sem hertar aðgerðir í Vestmannaeyjum féllu úr gildi 19. apríl 2020.

Opnun annarra stofnana bæjarins verður áfram með sama sniði þar til ákvörðun um annað verður tekin í tengslum við afléttingu aðgerða þann 4. maí nk.

Viðskiptavinir bæjarskrifstofanna eru beðnir um að virða fjarlægðarreglur þegar á bæjarskrifstofurnar er komið.