Unnið er að útboði á uppsetningu á nýrri landgöngubrú fyrir Herjólf. Þetta staðfesti G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjafréttir. Landgangurinn var smíðaður í Póllandi og kom með skipinu til landsins á síðasta ári. Ekki hefur unnist tími til að setja upp nýja landganginn en til stendur að koma honum upp nú þegar farþegaflutningar eru í lágmarki. Sá nýi verður svipaður þeim í Landeyjahöfn, en auk þess verður skipt um tjakk og stálvirkið undir landgangnum.