Ágreiningur um skipulagsmál

Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut var til umræðu á fundir umhverfis og skipulagsráðs á mánudag. Lögð var fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta athafnasvæðis AT-1 og miðsvæðis M-1, dags. 8. júlí 2019. Tillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 17. júlí – 28. ágúst 2019. Þá lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi svæðisins dags. 20. apríl 2020.

Í niðurstöður ráðisins kemur fram að vegna breyttra forsenda og breytinga á tillögunni leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að fallið verði frá áður auglýstri tillögu dags. 8 júlí 2019. og ný tillaga, dags. 20. apríl 2020, auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindi var samþykkt með þremur atkvæðum H- og E-lista, fulltrúar D-lista sitja hjá. Erindi var svo vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Byggingarmagn langt umfram þolmörk
Fulltrúar D-lista bóka: Við vísum í fyrri bókanir okkar frá fundum 315 og 317. Drögum enn og aftur í efa að það sé hagur sveitarfélagsins að auka byggingarmagn langt umfram þolmörk ákveðins svæðis innan deiliskipulagsins og sitjum því hjá í þessu máli.

Mikil þörf er á því að efla uppbyggingu í atvinnulífinu
Fulltrúar E- og H-lista bóka: Meirihluti E- og H-lista hlustar á óskir lóðarhafa. Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær standi ekki í vegi fyrir eða hindri að fyrirtæki í Vestmannaeyjum geti stækkað og útvíkkað sína atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að öll fyrirtæki geti dafnað vel í okkar samfélagi og hafi tök á því að stækka. Mikil þörf er á því að efla uppbyggingu í atvinnulífinu. Með nýju deiliskipulagi er verið að vinna í að þétta byggð eins og gildandi aðalskipulag, sem samþykkt var í maí 2018, gerir ráð fyrir.

Skortir kjark til þess að taka afstöðu
Fulltrúar D-lista bóka: Í sumum tilfellum fara óskir lóðarhafa ekki saman við heildarhagsmuni sveitarfélagsins og gera það ekki að mati undirritaðra á ákveðnu svæði innan þessa skipulags. Hér skortir meirihluta H- og E- lista kjark til þess að taka afstöðu til umdeildra mála og ákveða þess í stað að hleypa öllu í gegn.

Jólablað Fylkis

Mest lesið