Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar sem framkvæmdastjóri greindi frá erindi Vestmannaeyjahafnar til Vegagerðarinnar vegna framtíðarþróunar hafnarinnar en þar kemur fram að þróun flutningaskipa og farþegaskipa hefur verið þannig að stærð og athafnasvæði hafnarinnar er farið að hamla komum skipa til Vestmannaeyja. Farið var fram á samstarf með Vegagerðinni til að meta framtíðarmöguleika hafnarinnar. Fram kom að Vegagerðin hefur samþykkt að hitta fulltrúa Vestmannaeyjahafnar þar sem farið verður yfir þá möguleika sem eru í stöðunni.
Ráðið þakkar Vegagerðinni fyrir góð viðbrögð og felur framkvæmdastjóra að festa fund með fulltrúum Vegagaerðarinnar svo fljótt sem auðið er.