Komur farþegaskipa árið 2020 voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær. Framkvæmdastjóri fór yfir bókanir vegna farþegaskipa árið 2020. Fram kom að bókaðar voru 83 komur en vegna ástandsins í heiminum hafa þegar 19 komur verið afbókaðar og tekur fjöldinn breytingum svo til daglega. Ljóst er að tekjumissir hafnarinnar verður verulegur ef mikið meira verður um afbókanir sem allt stefnir í.