Eyjamenn hafa staðið sig með eindæmum vel

Enn eru staðfest smit í Vestmannaeyjum 105 og gleðilegt er að 101 einstaklingur hefur náð bata og því aðeins 4 í einangrun og hafa ekki verið jafn fáir síðan 17.03.2020. 11 einstaklingar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Eyjamenn hafa staðið sig með eindæmum vel að virða reglur vegna faraldursins og hafa lagt mikið á sig […]
Frístund færist í Hamarsskóla

Stefnt er að því að flytja frístundaver úr Þórsheimili í Hamarsskóla í haust. Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð fræðsluráðs. Frístundaverið mun hafa aðstöðu á neðri hæð í vesturálmu skólans og aðgang að annarri aðstöðu innan skólans. Þetta er sú aðstaða sem frístund kemur til með að hafa áfram eftir að viðbyggingu lýkur og því […]
Stóri plokkdagurinn á morgun

Stóri plokkdagurinn verður haldin á morgun á degi umhverfissins 25. apríl. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Það er frábært að sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund, ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður svo miklu meiri með því að gera […]
Heimilt að stunda strandveiðar á almennum frídögum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar árið 2020. Reglugerðin er efnislega samhljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídögum er ekki nýtt í þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strandveiða ekki bannað að stunda veiðar á […]
Langþráð bræðsla

Heimaey VE liggur nú við Nausthamarsbryggju þar sem verið er að landa 1900 tonnum af kolmunna í bræðslu um er að ræða fyrsta kolmunafarm ársins hjá Ísfélaginu. Sigurður VE er svo væntanlegur í kvöld með 2500 tonn. “Þetta er fimm sólarhringa langþráð bræðsla þar sem ekki hefur verið brætt svo lengi síðan fyrir ári síðan […]
Um 70 fjölskyldur þiggja fjárhagsaðstoð

Yfirfélagsráðgjafi gerði grein fyrir samantekt um fjárhagsaðstoð ársins 2019 ásamt samanburði við fyrri ár á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Fram kom hjá yfirfélagsráðgjafa að fjöldi þeirra sem hafa þegið fjárhagsaðstoð hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin þrjú ár eða í kringum 70 fjölskyldur á ársgrundvelli. Heildarupphæð greiddrar fjárhagsaðstoðar hefur einnig lítið breyst. Langflestir fá […]