Heimaey VE liggur nú við Nausthamarsbryggju þar sem verið er að landa 1900 tonnum af kolmunna í bræðslu um er að ræða fyrsta kolmunafarm ársins hjá Ísfélaginu. Sigurður VE er svo væntanlegur í kvöld með 2500 tonn. “Þetta er fimm sólarhringa langþráð bræðsla þar sem ekki hefur verið brætt svo lengi síðan fyrir ári síðan á síðustu kolmunnavertíð. Eingöngu afskurður af síld og makríl bræddur í stubbum síðasta sumar og haust,” sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjafréttir.

Gert er ráð fyrir að bátarnir fari einn túr í viðbót á kolmunna en veiðin hefur farið fram í færeyskri lögsögu síðustu daga.