Yfirfélagsráðgjafi gerði grein fyrir samantekt um fjárhagsaðstoð ársins 2019 ásamt samanburði við fyrri ár á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Fram kom hjá yfirfélagsráðgjafa að fjöldi þeirra sem hafa þegið fjárhagsaðstoð hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin þrjú ár eða í kringum 70 fjölskyldur á ársgrundvelli. Heildarupphæð greiddrar fjárhagsaðstoðar hefur einnig lítið breyst. Langflestir fá aðstoð einu sinni til tvisvar á árinu og flestir þeirra sem fá aðstoð eiga við veikindi að stríða og og eru því ekki á vinnumarkaði.