Björgunarfélag Vestmannaeyja var boðað út í dag til að aðstoða einstakling sem var í sjálfheldu bak við Dalfjallið í skriðu. Engin hætta var á ferðum en einstaklingurinn treysti sér ekki lengra og hringdi þá í aðstoð að sögn Arnórs Arnórssonar formanns Björgunarfélagsins, um 10 félagar tóku þátt í verkefninu sem fékk farsælan endi.