Staða atvinnumála í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs í síðustu viku. En atvinnumál eru meðal verkefna sem viðbragðsstjórn bæjarins hefur einbeitt sér að undanfarna daga og vikur. Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær hafi góða yfirsýn yfir stöðu atvinnumála í Vestmannaeyjum og fylgist með þróuninni.
Fljótlega eftir að veirunnar varð vart í Vestmannaeyjum var leitað til Vinnumálastofnunar um tölfræðilegar upplýsingar um stöðu atvinnuleysis og hlutabótaúrræða vegna skerts starfshlutfalls hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Vinnumálastofnun hefur reglulega látið Vestmannaeyjabæ í té upplýsingar um stöðu mála. Ljóst er á þeim upplýsingum að fjölgun hefur orðið á atvinnuleysi og hlutabótaúrræðunum í mars og það sem af er apríl.
Í Vestmannaeyjum eru um 250 manns að nýta úrræði um hlutabætur vegna skerts atvinnuleysis og 100 einstaklingar eru skráðir atvinnulausir samanborið við 50-60 manns í venjulegu árferði. Tölur Vinnumálastofnunar um hlutfall atvinnuleysis í Vestmannaeyjum í mars var 6,4% og spár stofnunarinnar gerir ráð fyrir 12% atvinnuleysi í apríl og 10% í maí.