Þau eru ófá fyrirtækin í Eyjum sem finna vel fyrir samkomubanninu, þá sér í lagi í veitingageiranum. Veitingahús í Eyjum hafa þó verið dugleg við að aðlagast breyttum aðstæðum og bjóða hver flest upp á heimsendingu á mat. Þegar veitingarnar eru á fljótandi formi og áfengar vandast hins vegar málið. Nýtt áfengisfrumvarp dómsmálaráðherra sem m.a. heimilar innlendum vefverslunum að selja áfengi beint til neytenda, gæti þó breytt því.

„Það myndi í raun breyta öllu fyrir okkur þar sem þá opnaðist á það að geta selt okkar vöru beint til neytenda sem við megum ekki í dag,“ sagði Jóhann Guðmundsson, bruggmeistari og einn eigenda The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. „Eins og fólk veit hér í Eyjum að þá erum við að koma með nýja bjór í hverjum mánuði og erum yfirleitt með 10 tegundir á dælu hjá okkur. Við höfum hins vegar nánast bara verið með tvo bjóra fáanlega í Vínbúðinni. Ástæðan fyrir þessu hefur verið að það tekur tíma að koma bjór í sölu hjá ÁTVR og við framleiðum það lítið magn af hverjum. Sem dæmi erum við oft að gera 400 L uppskriftir sem að einfaldlega tekur því ekki að fara með í gegnum þetta mikla ferli til að selja nokkrar dósir. Ef við þyrftum ekki að fara í neitt umsóknarferli eða senda og fá samþykkt sýni, eins og er með allan bjór sem við seljum á Ölstofunni okkar, þá myndum við alltaf setja allt í vefverslun á meðan að það er brakandi ferskt,“ sagði Jóhann.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In