Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft áhrif á áætlun Herjólfs ohf. undanfarnar vikur eins og samfélagið allt í Vestmannaeyjum hefur fundið fyrir. Nú þegar aflétting samkomubanns hefst er mikilvægt að mæta eins og kostur er þörfum íbúa og lögaðila um frekari siglingatíðni. Því hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið breytingar á siglingaáætlun í tveimur áföngum, sem hér segir:

Frá og með mánudeginum 4.maí verða farnar fjórar ferðir daglega frá Vestmannaeyjum, kl. 07:00 12:00, 17:00 og 22:00. Frá Landeyjahöfn 10:45, 13:15, 18:15 og 23:15.

Frá og með miðvikudeginum 13.maí verða farnar sex ferðir daglega frá Vestmannaeyjum, kl. 07:00, 09:30, 12:00, 17:00, 19:30 og 22:00. Frá Landeyjahöfn 08:15, 10:45, 13:15, 18:15, 20:45 og 23:15.

Stjórn þakkar íbúum, lögaðilum og starfsmönnum fyrir sýnda þolinmæði og skilning við mjög sérstakar og erfiðar aðstæður. Vestmannaeyjar eru náttúruperla sem hafa upp á svo margt að bjóða. Horfum bjartsýn fram á veginn og tökum fagnandi á móti öllum gestum. Megi þeir verða margir.

Stjórn Herjólfs.