Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er átaksverkefni og samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja starfandi ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirtæki sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu, sé miðað við s.l. rekstrarár. Umsjón og ábyrgð sjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS fer með hlutverk úthlutunarnefndar. Við mat á umsóknum skipar stjórn SASS fagráð. Fagráð fer yfir umsóknir og skilar tillögum til stjórnar.

Markmiðið er að styðja við starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Suðurlandi sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna fækkunar ferðamanna á Íslandi. En auk þess er markmiðið að styðja við verkefni fyrirtækja til markaðssóknar, hagnýtingar tækifæra og til að bregðast við erfiðleikum í rekstri.

Umsóknarfrestur er til 12. maí, hér er hægt að skila inn umsókn