Fé­lags­leg ein­angrun vegna CO­VID-19 eykur hættuna hjá þol­endum heimilis­of­beldis og hefur borið á því er­lendis að of­beldi heima við hafi aukist til muna. Skelfilegar fréttir af þessum efnum voru einnig áberandi við upphaf samkomu takmarkana á Íslandi. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar sagði í samtali við Eyjafréttir engin merki vera um aukningu á málum sem þessum og það sama eigi við um ofbeldismál gegn börnum. “Félagsþjónustan er í góðri samvinnu við lögreglu vegna m.a. heimilisofbeldismála. Formlegur samstarfssamningur er á milli lögregluembættisins í Vestmannaeyjum og félagsþjónustunnar og skýrir verkferlar sem er farið eftir varðandi slík mál.”