Þann 25. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í einar 10 geymslur í stigaganginum að Áshamri 59. Stolið var m.a. Yato rafmagnsbílabónara, Orvis veiðivöðlum, grænum LOOP veiðijakka, Hardinga veiðistöng og bláum Len Mar sjópoka sem í voru buxur og peysa.

Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um hugsanlega gerendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 444 2090 eða í gegnum [email protected]