Eyjafréttir og Viska halda áfram með námskeiða/erinda lotuna, Viska – öllum til handa!
Næsta fjarnámskeið sem boðið verður upp á er erindið HEIMA. Þar fer
Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður og sjúkraþjálfari, yfir atriði sem geta bætt heimilið.
 
Fólk eyðir nú meiri tíma en áður heima og sinnir margvíslegum verkefnum hvort sem er við vinnu, heimanám eða æfingar. Í fyrirlestrinum fjallar hún um hvernig hægt er að hagræða umhverfinu sem svari kalli ýmissa og mjög svo ólíkra verkefna. Sjálf er hún með 4 börn á mismunandi skólastigum og eiginmann sem vinnur heima um þessar mundir. Heimilið sinnir nú fleiri hlutverkum en áður og þarf fyrst og fremst að þjóna okkur en vera í senn góður griðarstaður þar sem við getum slakað á og notið.
 
Námskeiðið fer í loftið föstudaginn 8. maí og verður þátttakendum aðgengilegt í fimm daga.
Þátttakendum verður þá boðið í fésbókarhóp þar sem hægt verður að hlýða á erindið og senda inn fyrirspurnir.
 
Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið á https://www.viskave.is/skraning/