Stelpurnar hefja leik 13. júní og strákarnir viku seinna

KSÍ hefur endurraðað mótum sumarsins og birt ný drög að leikjaniðurröðun sumarsins á vef KSÍ. Upphaf móta miðast við að staðan í þjóðfélaginu verði þannig að heilbrigðisyfirvöld heimili að leikir fari fram. Stelpurnar í ÍBV mæta Þrótti R fyrsta leik sumarsins á Hásteinsvelli laugardaginn 13. júní samkvæmt þessum drögum en strákarnir hefja leik viku seinna […]

Páll Marvin ráðinn verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfus

Bæjarráð Ölfus hefur tekið ákvörðun um að ráða Pál Marvin Jónsson, framvæmdastjóra Þekkingarseturs Vestmannaeyja og sjávarlíffræðing sem verkefnastjóra um stofnun Þekkingarseturs Ölfus. Þetta staðfestir Elliði Vignisson, bæjarstóri í samtali við Eyjafréttir. “Sveitarfélagið Ölfus hefur nú í nokkurn tíma unnið markvisst að eflingu atvinnulífsins.  Liður í því er stofnun Þekkingarseturs.  Slíkt er ekki hvað síst mikilvægt […]

Útimessur í sumar og fermingar í ágúst?

Daglegt líf barna er þessa dagana smá saman að detta í nokkuð eðlilegt horf. Fullur skóladagur og íþróttaæfingar hafnar að nýju. Barnastarf Landakirkju fer hins vegar ekki af stað aftur nú í vor, enda hefði því lokið formlega með vorhátíð 26. apríl síðastliðinn. „Okkur þykir eiginlega ekki passa að setja af stað einhverja viðburði þar […]

Flikkað upp á Óttar selfangara, áður Ísleif VE

Útgerðarfyrirtækið Norse Marine AS í Tromsö hefur heldur betur flikkað upp á ásýnd Ísleifs VE-63 sem Vinnslustöðin seldi til Noregs í apríl 2016. Skipið fékk nafnið Ottar og hefur bæði verið notað við selveiðar í Norðuríshafinu og til flutninga hráefnis til bræðslu í Norður-Noregi. Ottar kom á dögunum úr klössun í Klaipeda í Litháen. Við […]

Afkoma Vestmannaeyjahafnar jákvæð um 146 milljónir

Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2019 var til umræðu á síðasta fundi framkvæmda og hafnarráðs. Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2019. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 487 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 146 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 199 millj.kr Niðurstaða Ráðið samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og vísar honum til síðari […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.