Hafn­ar­vog­in í Vest­manna­eyj­um bilaði með þeim af­leiðing­um að það hafði áhrif á niður­stöður vigt­un­ar. Gögn sýna að veru­leg frá­vik hafi verið í út­reikn­ing­um ís­pró­sentu vegna bil­un­ar­inn­ar og að hún hafi hugs­an­lega viðgeng­ist leng­ur en Fiski­stofa tel­ur. Þetta get­ur hafa orðið til þess að upp­lýs­ing­ar sem notaðar hafa verið við afla­skrán­ingu hafa verið rang­ar. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is

Í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins vegna máls­ins seg­ir Fiski­stofa að sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem stofn­un­in hafi „biluðu kraft­nem­ar í hafn­ar­vog­inni í Vest­manna­eyj­um í mars sl. og var viðgerð lokið und­ir lok sama mánaðar. Margt bend­ir til þess að bil­un­in hafi haft áhrif á niður­stöður hafn­ar­vi­gt­un­ar að ein­hverju leyti. Ljóst er að skekkja í hafn­ar­vi­gt­un get­ur í ein­hverj­um til­vik­um ruglað ís­hlut­fall við end­ur­vi­gt­un sem er mis­mun­ur á vigt­un á hafn­ar­vog og niður­stöðu end­ur­vi­gt­un­ar hjá vigt­un­ar­leyf­is­hafa.
Nei­kvæð 63 kíló af ís
En sam­kvæmt gögn­um sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um eru dæmi sem sýna að bil­un­in hafi komið upp mun fyrr en í mars, þvert á það sem Fiski­stofa seg­ir í svari sínu. Til að mynda sýndi vigt­un 15 kara af gull­karfa 28. janú­ar með hafn­ar­vog í Vest­manna­eyj­um að brúttóvigt (fisk­ur og ís) hefði verið 4.130 kíló, þar af 3.728 kíló af fiski og 402 kíló af ís. Íspró­sent­an var því 9,73%.

Níu kör voru tek­in til end­ur­vi­gt­un­ar og voru í þeim 465 kíló af ís sem merk­ir að sam­kvæmt hafn­ar­vog­inni ættu þá að vera nei­kvæð 63 kíló af ís í þeim sex kör­um sem ekki voru end­ur­vi­gtuð en 310 kíló sam­kvæmt end­ur­vi­gt­un og nam því hlut­fallið 17,21%. Sama dag sýndi end­ur­vi­gt­un á þrem­ur kör­um af löngu 155 kíló af ís en hafn­ar­vog­in 101 kíló, eða frá­vik sem nem­ur 53%.

Sam­bæri­lega sögu er að segja af vigt­un tveggja kara af löngu 22. fe­brú­ar. Þá var brúttóvigt kar­anna 746 kíló á hafn­ar­vog en 486 kíló við end­ur­vi­gt­un, nem­ur því frá­vikið 53,4%. Mæld­ist ís í kör­un­um 360 kíló, 48,3%, á hafn­ar­vog en 100 kíló, 20,6%, við end­ur­vi­gt­un.

Grund­völl­ur eft­ir­lits
Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafði vigt­un­ar­leyf­is­hafi gert til­raun í fe­brú­ar til þess að koma á fram­færi at­huga­semd­um um stöðu vigt­un­ar­mála í Vest­manna­eyj­um, en það var fyrst þegar starfs­menn Fiski­stofu sáu frá­vik­in við yf­ir­stöðu vigt­un­ar í mars, sem kom til vegna frá­vik­anna, að upp­götvaðist að frá­vik­in væru óvenju­leg og málið fyrst þá tekið til nán­ari skoðunar.

Hlut­fall íss við vigt­un skipt­ir fyrst og fremst máli hvað varðar eft­ir­lit með afla­skrán­ingu og geta mik­il frá­vik í ís­pró­sentu frá meðaltali út­gerðar orðið til þess að hert verði eft­ir­lit með viðkom­andi út­gerðaraðila. Þá hafa vigt­un­ar­töl­ur sem send­ar eru Fiski­stofu frá hafn­ar­vog­um og vigt­un­ar­leyf­is­höf­um meðal ann­ars verið nýtt­ar til grund­vall­ar ný­legri skýrslu stjórn­valda um mat á áreiðan­leika end­ur­vi­gt­un­ar, um­fangi og ástæðum frá­vika og hugs­an­leg­um úr­bót­um. Sögðu skýrslu­höf­und­ar frá­vik í talna­gögn­um benda til „skipu­lags of­mats ís­hlut­falls upp á um 1,7% að meðaltali“.

Byggja á lög­gild­ingu
Í ljósi þeirr­ar bil­un­ar sem varð og þeirra frá­vika í vigt­un sem skapaðist í Vest­manna­eyj­um var lagt fyr­ir Fiski­stofu hvort það kynni að vera svo að hafn­ar­vog­ir í öðrum höfn­um væru með sam­bæri­lega bil­un án þess að vitað væri af því. Jafn­framt var spurt hvort til­efni væri til þess að gera ít­ar­lega út­tekt á ástandi hafn­ar­voga á land­inu öllu. „Þær vog­ir sem notaðar eru til afla­skrán­ing­ar á Íslandi hafa fengið lög­gild­ingu og á hafn­ar­vog­um fer sú skoðun fram ár­lega. Endr­um og eins er Fiski­stofu til­kynnt um bil­an­ir sem upp koma í vigt­ar­búnaði en að öðru leyti fer Neyt­enda­stofa með lög­bundið eft­ir­lit með mæli­tækj­um,

Sé vog með gilda lög­gild­ingu er gengið út frá því hún vigti rétt. Vand­séð er hvernig byggja ætti vigt­un og afla­skrán­ingu á ann­arri for­sendu en þeirri. Vog­ir eins og aðrir hlut­ir geta bilað en þá er það á ábyrgð eig­anda þeirra að tryggja að þær séu lagaðar og virki rétt,“ seg­ir í svari Fiski­stofu.

Ekki áhyggju­efni
Þá var Fiski­stofa einnig spurð hvort al­menn­ing­ur og þeir aðilar sem heyra und­ir eft­ir­lit Fiski­stofu gætu gengið að því vísu að vigt­un­ar­töl­ur væru rétt­ar og hvort Fiski­stofa teldi til­efni til þess að þeir aðilar sem heyra und­ir eft­ir­litið ykju end­ur­vi­gt­un þannig að þær sem sæta eft­ir­liti gætu full­vissað sig um áreiðan­leika vigt­un­ar hafn­ar­voga.

„Fiski­stofa bygg­ir ákv­arðanir sín­ar um eft­ir­lit með lönd­un og vigt­un afla sem og um yf­ir­stöðu hjá end­ur­vi­gt­un­araðilum á gagna­söfn­un og áhættu­grein­ingu og miðar að því að veita virkt aðhald þar sem lík­ur eru mest­ar á að þörf sé fyr­ir eft­ir­lit og að það skili ár­angri. Sem bet­ur fer eru bil­an­ir í lög­gilt­um vog­um fátíðar og upp­götv­ast fljótt. Það er ekki ástæða til að hafa áhyggj­ur af því að bil­un í hafn­ar­vog­inni í Vest­manna­eyj­um í nokkra daga hafi valdið mark­tæk­um breyt­ing­um í starfi Fiski­stofu og dregið úr ár­angri við eft­ir­lit,“ svar­ar Fiski­stofa.