Svartol­íu­meng­un sem skaðað hef­ur sjó­fugla við suður­strönd­ina mar­ar mögu­lega í kafi og sést því ekki á yf­ir­borðinu. Um­hverf­is­stofn­un (UST) skoðar nú í sam­vinnu við Land­helg­is­gæsl­una og með aðstoð haffræðings hjá Haf­rann­sókna­stofn­un hvort meng­un­in geti tengst skips­flaki á hafs­botni.

Nokk­urn tíma mun taka að kanna það út frá haf­straum­um og öðrum nauðsyn­leg­um gögn­um ásamt upp­lýs­ing­um um staðsetn­ingu skips­flaka á svæðinu, sam­kvæmt frétt UST.

„Við von­um að það komi fljót­lega eitt­hvað út úr þess­um lík­ana­út­reikn­ing­um og að það geti að minnsta kosti hjálpað okk­ur að skil­greina svæði sem ástæða er til að skoða nán­ar,“ seg­ir Sig­ur­rós Friðriks­dótt­ir, teym­is­stjóri hjá UST.

Fund­ist hafa yfir 100 olíu­blaut­ir fugl­ar í fjör­um í Vest­manna­eyj­um og við suður­strönd­ina í vet­ur. UST hef­ur fengið flest­ar til­kynn­ing­ar um svartolíu­blauta fugla á svæðinu frá Vík­ur­fjöru og vest­ur fyr­ir Dyr­hóla­ey, auk Vest­manna­eyja. Eins eru dæmi um olíu­blauta fugla vest­ur við Þor­láks­höfn og Eyr­ar­bakka. Mest hef­ur fund­ist af lang­víu og æðar­fugli en líka stöku skarf­ur og lundi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Sam­kvæmt grein­ingu á sýn­um úr fjöðrum fugl­anna er í öll­um til­vik­um um sams kon­ar svartol­íu að ræða. Ekki hef­ur orðið vart svartol­íu­meng­un­ar í fjör­um þar sem fugl­arn­ir hafa fund­ist. Þá hef­ur ekki held­ur sést ol­íu­meng­un á yf­ir­borði sjáv­ar í flug­ferðum Land­helg­is­gæsl­unn­ar yfir svæðið eða á gervi­tungla­mynd­um frá Sigl­inga­ör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu (EMSA).

Mbl.is greindi frá.