Íbúar í Vestmannaeyjum voru 4.379 þann 1. maí og hefur fjölgað um 21 frá því 1. desember 2019. Það gerir 0,48% fjölgun en þróunin á landinu öllu er 0,60% og 1,10% á suðurlandi. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands.

Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Mýrdalshrepp fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna fimm mánuði eða um 8,2%. Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Svalbarðsstrandarhreppi eða um 5,0%.

Þá fækkaði íbúum í 23 sveitarfélögum af 72 á ofangreindu tímabili. Lítils háttar fækkun varð í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra.