Aðalmót Sjóve

Aðalmót Sjóve hefst í fyrramálið klukkan 6:30. Guðjón Örn Sigtryggsson hjá Sjóve sagði í samtali við Eyjafréttir að skráning væri ágæt og hvatti fólk til að mæta á bryggjuna þegar bátarnir kæmu í land. Guðjón lofaði tónlist og góðri stemmningu á bryggjunni. Dagskrá mótsins: Föstudagur 15.Maí Kl. 06.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi ) Kl. […]

Bæjarráð skorar á yfirstjórn HSU að draga áform um uppsagnir til baka

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, að undanskildum forstjóra, mætti á fund bæjarráðs í hádeginu í dag til þess að gera grein fyrir málefnum stofnunarinnar og sér í lagi áhrifum af ákvörðun yfirstjórnarinnar um aðkeypta ræstingu á stofnuninni. Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi. “Það er nöturlegt til þess að hugsa að á sama tíma og atvinnuleysi eykst á Íslandi […]

Áformaðar uppsagnir við HSU

Einstaklingum sem starfa við ræstingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum verður sagt upp störfum. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafði þetta að segja þegar leitað var eftir svörum. „HSU er að leita leiða til hagræðinga í rekstri. Að okkar mati munu þær leiðir sem eru í skoðun ekki þurfa hafa  áhrif á starfsmöguleika í Vestmannaeyjum. […]

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi ætla fram

Sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi eru áberandi ákveðnastir að bjóða sig fram til Aþingis í komandi kosningum. Frétta­blaðið sendi eftir­farandi spurningu þann 6. maí til allra 63 al­þingis­mannanna: Ætlar þú að gefa kost á þér á­fram í næstu al­þingis­kosningum? Svar­mögu­leikar voru já, nei og ó­á­kveðin/n. Af tíu þingmönnum í suðurkjördæmi svöruðu sjö. Já sögðu þeir Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson […]

Fyrirkomulag sundlauga eftir 18. maí

Sundlaugin í Vestmannaeyjum hefur verið lokuð frá 19. mars. Þá greindist starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar með kórónuveirusýkingu. Öðrum sundlaugum landsins var svo lokað 24. mars og hefur verið lokað síðan. Tilkynnt var í byrjun þessa mánaðar að þær yrðu opnaðar á ný 18. maí. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi leggja til […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.