Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, að undanskildum forstjóra,
mætti á fund bæjarráðs í hádeginu í dag til þess að gera grein fyrir málefnum stofnunarinnar og sér í lagi áhrifum af ákvörðun yfirstjórnarinnar um aðkeypta ræstingu á stofnuninni.

Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi. “Það er nöturlegt til þess að hugsa að á sama tíma og atvinnuleysi eykst á Íslandi í kjölfar heimsfaraldurs Covid, skulu forsvarsmenn HSU áforma að segja upp starfsfólki í ræstingu við stofnunina í Vestmannaeyjum, sem unnið hefur undir miklu álagi á undanförnum mánuðum. Það eru kaldar kveðjur í ástandinu sem ríkir í samfélaginu á sama tíma og sveitarfélagið hefur markvisst unnið að því að tryggja störf og koma til móts við bæjarbúa, t.a.m. með frestun gjaldheimtu. Þar að auki hafa aðgerðapakkar ríkisstjórnarinnar miðað að því að verja störf, einkum og sér í
lagi kvennastörf.
Bæjarráð Vestmannaeyja skorar eindregið á yfirstjórn HSU að draga umrædd áform til baka tafarlaust.Bæjarráð Vestmannaeyja skorar eindregið á yfirstjórn HSU að draga umrædd áform til baka tafarlaust.”