Einstaklingum sem starfa við ræstingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum verður sagt upp störfum. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafði þetta að segja þegar leitað var eftir svörum. „HSU er að leita leiða til hagræðinga í rekstri. Að okkar mati munu þær leiðir sem eru í skoðun ekki þurfa hafa  áhrif á starfsmöguleika í Vestmannaeyjum. Málið er í vinnslu og lítið hægt að segja á þessu stigi málsins. Það er ekki verið að leggja starfsemi af, heldur koma ákveðnum hlutum í annað rekstarform.“

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta verður samið við verktaka um þrif á stofnuninni.