Goslokahátíðina verður þó með aðeins öðru sniði í ár sem kynnt verður síðar. Goslokanefnd vinnur nú hörðum höndum að því að gera hátíðina sem ánægjulegasta með þeim takmörkunum sem fyrir liggja.

Af því tilefni óskar Goslokanefnd eftir samstarfi við einstaklinga/og eða fyrirtæki sem áhuga hafa á að koma að hátíðinni, hvort heldur sem er með hugmyndum, ábendingum, spurningum eða öðru viðeigandi. Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóst [email protected] eða í síma 488-2000.