Á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsráðs var dregið úr innsendum umsóknum um raðhúsalóðir við Áshamar.

Til úthlutunar voru fjórar raðhúsalóðir í Áshamri. Alls lágu fyrir þrjár umsóknir um lóðina Áshamar 95-103, tvær umsóknir um lóðina Áshamar 105-113, tvær umsóknir um lóðina Áshamar 115-123 og ein umsókn um lóðina Áshamar 125-133. Lóðunum var úthlutað samkvæmt vinnureglum um úthlutun lóða hjá Vestmannaeyjabæ.

Arndís Soffía Sigurðardóttir sýslumaður Vestmannaeyja vottaði að rétt hafi verið framkvæmt þegar dregið var úr umsóknum og voru niðurstöður eftirfarandi.

Áshamar 95-103

Dregið út, umsókn nr.3 Svanur Örn Tómasson

Til vara, umsókn nr. 1 Fastafl ehf

Áshamar 105-113

Dregið út, umsókn nr. 2 Steini og Olli ehf.

Til vara, umsókn nr. 1 Fastafl ehf

Áshamar 115-123

Dregið út, umsókn nr. 1 Fastafl ehf

Til vara, umsókn nr. 2 Steini og Olli ehf.

Ekki þurfti að draga út lóðina Áshamar 115-123 þar sem Fastafl ehf var eini umsækjandinn.

Lóðarhafar hafa til 1. desember 2020 til að skila hönnunagögnum en vinna við gatnagerð mun fara fram samhliða byggingarframkvæmdum.