Ávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja var afar góð á árinu 2019. Nafnávöxtun sjóðsins var um 14,6% á árinu, miðað við 8,4% árið 2018. Hrein raunávöxtun sjóðsins var jákvæð um 11,6% samanborið við 4,9% árið 2018.

Ef horft er til síðastliðinna fimm ára er hrein meðalraunávöxtun sjóðsins 5,8% á ársgrundvelli og 4,9% ef horft er til síðastliðinna tíu ára.