Sýslumaðurinn með tvö störf fyrir námsmenn á háskólastigi

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sóttist eftir stuðningi frá Vinnumálastofnun fyrir sumarstörfum fyrir námsmenn og fékk úthlutað fyrir tveimur störfum. Vinnumálastofnun stýrir átakinu varðandi sumarstörf námsmanna sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Sveitarfélögin auglýsa þessi störf á sínum heimasíðum en störf hjá hinu opinbera verða auglýst og opnað fyrir umsóknir þann 26. […]
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja braut lög

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi brotið gegn ákvæðum laga með því að hafa ekki tilkynnt fjármálaeftirlitinu strax og lífeyrissjóðnum varð ljóst að eignir sem ekki eru skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði hafi farið yfir lögbundið hámark, að því er segir í niðurstöðu stofnunarinnar. Þar segir að fjármálaeftirlitið hafi beðið […]
Humarvertíðin hafin en fátt um gleðitíðindi

Nýlega hafin humarvertíð er tíðindalítil eins og gera mátti ráð fyrir þegar bágt ástand stofnsins er haft í huga. Fyrsta humri ársins hjá VSV var landað úr Brynjólfi VE föstudaginn 8. maí og Drangavík VE er sömuleiðis á humarveiðum. Bátarnir hafa verið í Skeiðarárdýpi fyrstu daga vertíðarinnar. Humarstofninn er lélegur og líkt og fyrra gaf […]
Áfengisneysla í 10. bekk langt undir landsmeðaltali

Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kynnti niðurstöður könnunar Rannsóknar & Greiningar á nemendum í 8., 9. og 10. bekk í febrúar 2020 á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Meðal þess sem þar kemur fram er að áfengis og tóbaksneysla í 10. bekk í Vestmannaeyjum er langt undir því sem gerist á landinu öllu. Vímuefnaneysla í 10. […]
Við munum halda áfram að trompa!

Það gerist endrum og sinnum að fólk gefur sig á tal við mig og ræðir málefni bæjarins. Í það spjall er ég alltaf tilbúinn við hvern sem er, hvort sem sá fylgir mér að málum eða ekki. Og það sem meira er að þá gerist það sömuleiðis að fólk hrósar fyrir það sem vel er […]
Ekkert nýtt smit í mánuð

Ekki hefur greinst nýtt Covid-19 smit í Vestmannaeyjum frá því 20. apríl. Heildarfjöldi smita stendur enn í 105. Fyrsta smitið í Vestmannaeyjum var greint þann 15. mars síðastliðinn. Á landinu öllu hafa greinst 1.802 tilfelli og eru þrír einstaklingar í einangrun í dag samkvæmt vefsíðunni covid.is (meira…)
Stór maður, stutt kveðja
Það finnast í veröldinni menn, svo stórir og miklir, að augun fanga þá ósjálfrátt, ef frá þannig mönnum geislar einlægnin barnsleg og hlý, eignast þeir líka stað í hjörtum manna. Þannig var Eiríkur hestur! Hann var fastur fyrir en hjartað var stórt og ylur þess vermdi fleirri sálir en almennt gerist. Brosið breitt og faðmurinn […]