Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kynnti niðurstöður könnunar Rannsóknar & Greiningar á nemendum í 8., 9. og 10. bekk í febrúar 2020 á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Meðal þess sem þar kemur fram er að áfengis og tóbaksneysla í 10. bekk í Vestmannaeyjum er langt undir því sem gerist á landinu öllu.

Vímuefnaneysla í 10. bekk, lykilþættir árið 2020. Breyting í prósentustigum frá 2019 sýnd til hliðar.Þegar litið er á þá sem hafa prófað harðari fíkniefni er samanburður við landsmeðaltal ekki jafn jákvæður. Tvö prósent 10. bekkinga í Vestmannaeyjum hafa prófað Amfetamín, E-töflu, Kókaín og Sveppi.

Hlutfall nemenda í 10. bekk sem hafa notað eftirtalin vímuefni einu sinni eða oftar um
ævina, árið 2020. Breyting í prósentustigum frá 2019 sýnd til hliðar.