Fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabanka Íslands hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að að Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja hafi brotið gegn ákvæðum laga með því að hafa ekki til­kynnt fjár­mála­eft­ir­lit­inu strax og líf­eyr­is­sjóðnum varð ljóst að eign­ir sem ekki eru skráðar á skipu­leg­um verðbréfa­markaði hafi farið yfir lög­bundið há­mark, að því er seg­ir í niður­stöðu stofn­un­ar­inn­ar.

Þar seg­ir að fjár­mála­eft­ir­litið hafi beðið um upp­lýs­ing­ar um eign­ir Líf­eyr­is­sjóðs Vest­manna­eyja og bár­ust þær eft­ir­lit­inu 30. mars. Kom þar fram að eign­ir líf­eyr­is­sjóðsins sem ekki eru skráðar á skipu­leg­um verðbréfa­markaði hefðu 23. mars 2020 farið yfir lög­bundið há­mark fjár­fest­ing­ar­heim­ilda laga um skyldu­trygg­ingu, líf­eyr­is­rétt­inda og starf­semi líf­eyr­is­sjóða.

Bent er á að lög gera ráð fyr­ir að líf­eyr­is­sjóður skuli til­kynna fjár­mála­eft­ir­lit­inu án taf­ar um að fjár­fest­ing líf­eyr­is­sjóðs hafi farið fram úr leyfi­leg­um mörk­um sam­kvæmt lög­un­um og skal þegar gera ráðstaf­an­ir til úr­bóta. Að því loknu hef­ur líf­eyr­is­sjóður þrjá mánuði til þess að tryggja að eign­ir séu inn­an marka.

„Fjár­mála­eft­ir­litið komst að þeirri niður­stöðu að Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja hafi brotið gegn 37. gr. laga nr. 129/​1997 með því að hafa ekki til­kynnt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu strax og líf­eyr­is­sjóðnum varð ljóst að eign­ir hafi farið yfir lög­bundið há­mark fjár­fest­ing­ar­heim­ilda sbr. 3. mgr. 36. gr. b. laga nr. 129/​1997. Líf­eyr­is­sjóður­inn greip til ráðstaf­ana og var kom­inn inn­an heim­ilda 31. mars 2020.“

Mbl.is greindi frá