Bryggjudagur ÍBV í dag

Bryggjudagur ÍBV handbolta verður haldinn í dag kl. 11:00 – 14:00. Herlegheitin verða á Skipasandi. Meðal þess sem boðið verður uppá er fiskmarkaður með fjölbreyttu úrvali fisktegunda. Þorskur, ýsa, skötuselur svo eitthvað sé nefnt. Til sölu verður kaffi og gosdrykkir, vöfflur og annað gotterí með kaffinu. Sælgæti og safar fyrir krakkana. Sölubás þar sem hægt verður að sjá og panta 91’ treyjurnar frægu og hoppukastali fyrir börnin á staðnum.

Jólablað Fylkis

Mest lesið