Þegar stjórnendur hafa endanlega gefist upp þá er það þekkt leið að reka ræstingafólkið

Guðmundur Þ. B. Ólafsson skrifar

Sameining allra sjúkrahúsa á suðurlandi í HSU, sem átti að skila svo mikillri hagræðingu hefur snúist upp í andhverfu sína. Svo dæmi sé tekið hefur þjónustan í Vestmannaeyjum hríðversnað. Verðandi mæður geta ekki treyst á að eiga börnin í sinni heimabyggð, engin skurðstofa, enginn svæfingalæknir, engin augnlækningaþjónusta, öllu stefnt á yfirfull sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu. Það er af sem áður var þegar sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum stóð undir nafni. Fyrir áratugum var öll þessi þjónusta í boði. Ég vorkenni og ber mikla virðingu fyrir þeim starfsmönnum sem enn vinna á þessari stofnun og eru að gera sitt besta úr þeim molum sem stjórnvöldum þóknast að láta til falla. Þegar stjórnendur hafa endanlega gefist upp þá er það þekkt leið að reka ræstingafólkið.

Guðmundur Þ. B. Ólafsson

Mest lesið