Árlegur hjóladagur fór fram í Hamarsskóla í dag. Sett var upp merkt braut og bílastæðin bæði vestan og austan við skólan lokað svo nemendur höfðu stærra svæði til að hjóla á en venjulega. Lögreglan mætti og skoðaði hjól og hjálma barnanna. Þá fengu börnin í 1. bekk gefins hjálma frá Kiwanis og Eimskip en Kiwanis menn hafa staðið fyrir þessu skemmtilega framtaki í á þriðja áratug. Eykyndilskonur aðstoðuðu svo börnin við að stylla hjálmana og fóru yfir önnur öryggisatriði með þeim.