Bæjarráð fundaði seinnipartinn í gær og í kjölfarið var fundargerð sett á vef Vestmannaeyjabæjar. Fundargerðin var svo seinna tekin út af síðunni. Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar svaraði fyrirspurn Eyjafrétta um málið.

“Ástæðan er sú að fyrir mistök voru rangar upplýsingar skráðar um málefni Hraunbúða, sem við fengum ábendingu um í gærkvöldi. Það var því brugðið á það ráð að taka út fundargerðina þar til búið var að ráðfæra sig við alla fulltrúa bæjarráðs um hvernig unnt væri að leiðrétta mistökin. Haldinn verður bæjarráðsfundur á morgun. Búið er að birta fundargerðina á vefnum að nýju.”