Páley sækir um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra

Fimm umsóknir bárust um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra sem auglýst var laus til umsóknar, en umsóknarfrestur rann út 25. maí síðastliðinn. Hæfnisnefnd mun í framhaldinu meta umsækjendur. Eftirtaldir sóttu um stöðuna. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, Halldóra Kristín Hauksdótti, lögmaður hjá Akureyrarbæ, Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur hjá Fiskistofu, Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Sigurður Hólmar […]
Eyjasynir gefa út fjögur lög

Hljómsveitin Eyjasynir var stofnuð í lok síðasta árs en stofnendur eru þeir Daníel Franz Davíðsson, Arnþór Ingi Pálsson, Bogi Matt Harðarson og Einar Örn Valsson. Seinna bættust svo við þau Eldur Antoníus Hansen og Elísa Elíasdóttir. Krakkarnir stefna á útgáfu á fjórum lögum á næstu vikum það fyrsta kemur út föstudaginn 29. maí. Við höfðum […]
Æfingaleikur á skaganum

Karlalið ÍBV sækir ÍA heim á Akranes í dag og hefst leikurinn kl. 17.00 á Norðurálsvellinum. ÍA leikur í efstu deild komandi tímabil en ÍBV í þeirru næst efstu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á ÍA-TV slóð á leikinn má nálgast hér. (meira…)
Þarf Vestmannaeyjabær meira húsnæði?

Á fundi bæjarráðs á mánudag var lagt fram kauptilboð af hálfu Vestmannaeyjabæjar í húsnæði Íslandsbanka á Kirkjuvegi þar sem fyrirhugað er að fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar hafi aðsetur sem nú er á Rauðagerði. Peningum kastað út um gluggann Búið er að verja 5 milljónum í hönnun á þriðju hæð Fiskiðjunnar fyrir bæjarskrifstofur Vestmannaeyjabæjar, en núverandi […]
Vestmannaeyjahöfn fær 3,4 milljónir til lagfæringa á rafmagnstengingum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna vítt og breitt um landið. Verkefnið er hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Alls verður 210 milljónum veitt til styrkja til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna og skiptist styrkféð með eftirfarandi hætti. Styrkir eru veittir til þeirra hafna sem settu fram verkefni sem féllu að skilyrðum […]
Einblína á barnadagskrá og minni list- og menningarviðburði

Goslokahátíðin í ár verður töluvert frábrugðin hátíðum undanfarinnar ára sökum Covid- 19 faraldursins. En hátíðin fer fram dagana 2.-5. júlí. Tekin hefur verið ákvörðun um að einblína á barnadagskrá og minni list- og menningarviðburði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vestmannaeyjabær birti á facebook síðu sinni í morgun. Gætt verður að reglum um fjarlægðarmörk og […]
Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar

Umræða um framtíðarskipulag Vestmannaeyjahafnar fór fram á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Ráðið átti fund með fulltrúum siglingasviðs Vegagerðarinnar varðandi möguleika Vestmannaeyjahafnar til að taka við stærri skipum. Skoðaðir verða nokkrir möguleikar varðandi framtíðarskipulag. Ráðið bendir á að skv. gildandi Aðalskipulagi sem samþykkt var árið 2018 er gert ráð fyrir stórskipakanti norðan Eiðis og […]