Goslokahátíðin í ár verður töluvert frábrugðin hátíðum undanfarinnar ára sökum Covid- 19 faraldursins. En hátíðin fer fram dagana 2.-5. júlí. Tekin hefur verið ákvörðun um að einblína á barnadagskrá og minni list- og menningarviðburði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vestmannaeyjabær birti á facebook síðu sinni í morgun. Gætt verður að reglum um fjarlægðarmörk og sóttvarnir í samráði við aðgerðarstjórn almannavarna við skipulagningu viðburða.