Umræða um framtíðarskipulag Vestmannaeyjahafnar fór fram á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Ráðið átti fund með fulltrúum siglingasviðs Vegagerðarinnar varðandi möguleika Vestmannaeyjahafnar til að taka við stærri skipum. Skoðaðir verða nokkrir möguleikar varðandi framtíðarskipulag.

Ráðið bendir á að skv. gildandi Aðalskipulagi sem samþykkt var árið 2018 er gert ráð fyrir stórskipakanti norðan Eiðis og i Skansfjöru.
Ráðið leggur áherslu á að þessir möguleikar séu skoðaðir til hlítar þannig að hagsmunir Vestmannaeyja verði tryggðir til framtíðar.