Starfandi formaður stjórnar SASS kynnti á síðasta stjórnarfundi að samtals hafi 211 umsóknir borist frá 194 fyrirtækjum vegna sértækrar úthlutunar “Sóknaráætlun Suðurlands Sóknarfæri ferðaþjónustunnar” en 8 fyrirtæki sendu fleiri en eina umsókn.

Fyrirtæki í öllum 15 sveitarfélögunum á Suðurlandi, sem aðild eiga að samtökunum, sendu inn umsókn. Þessi sértæka úthlutun á fjármunum Sóknaráætlunar Suðurlands er tilkomin vegna áhrifa COVID-19 veirunnar á atvinnulíf á Suðurlandi. Fagráð atvinnu- og nýsköpunar hefur fjallað um innsendar umsóknir og leggur til við stjórn að 96 starfandi ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi sé úthlutað styrk.

Hvert fyrirtæki fær styrk að fjárhæð kr. 500.000.- Stjórn SASS fjallaði um framkomna tillögu fagráðsins og samþykkir hana einróma. Stjórn vekur athygli á að samtökin munu veita fyrirtækjum á Suðurlandi fræðslu óháð því hvort þau hafi fengið styrk eða ekki. Stjórn vill koma á framfæri þökkum til fagráðs og ráðgjafa fyrir vel unnin störf. Eftirtalin fyrirtæki fengu styrk: