Myndlist, Bjór, Leikmannakynning og Búðaráp

Það er nóg við að vera í Eyjum í dag. Myndlistarfélag Vestmannaeyja verður með opið hús í Hvíta húsinu klukkan 16:00 í dag. Allar vinnustofur opnar og tekið á móti gestum. Þennan dag verður opið til klukkan 18.00. Um helgina er opið frá kl. 14.00 til 18.00. Sjómannabjórinn 2020 – Óskar (Háeyri) kemur á dælu […]

Dýrasta getnaðarvörn sögunnar

Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri á Ísleifi VE hóf sjómanns feril sinn á sautjánda aldursári, árið 1977. „Ég kláraði Gaggann og fór beint á sjó um vorið. Sumrin á undan hafði ég unnið í Fiskiðjunni og annað tilfallandi.“ Eyjólfur fékk pláss hjá fjölskyldu fyrirtækinu en fjölskylda Eyjólfs gerði út Gullberg VE til ársins 2010 þegar Vinnslustöðin keypti […]

Fallegri titill ekki til

Eyjamaður vikunnar Á mánudag var tilkynnt um hver hlaut nafnbótina Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2020. Fyrir valinu var Silja Elsabet Brynjarsdóttir. Hún er því Eyjamaður vikunnar. Nafn: Silja Elsabet Brynjarsdóttir Fæðingardagur: 15. ágúst 1991 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Ragnheiður Borgþórsdóttir, Sindri Óskarsson og Brynjar Kristjánsson. Ég er ekki bara rík af foreldrum heldur á ég […]

Ná í fleiri stig en í fyrra og byrja að byggja liðið til framtíðar

Andri Ólafsson er að hefja sitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Honum til aðstoðar við þjálfun meistaraflokks kvenna verður annar ungur þjálfari, Birkir Hlynsson. Við heyrðum í Andra og ræddum komandi sumar og undirbúninginn. Andri segir miklar breytingar hafa átt sér stað hjá liðinu milli ára. „Þjálfarateymið er nýtt og leikmannahópurinn er mikið breyttur […]

Ætlum strax aftur upp en vitum vel að það verður ekki létt verk

Helgi Sigurðsson samdi við ÍBV til þriggja ára í vetur og tók þá við sem aðalþjálfari liðsins. Helgi tók við af Ian Jeffs sem tók við stjórnartaumunum tímabundið síðasta sumar eftir að Portúgalinn Pedro Hipólito var rekinn frá félaginu. Ian Jeffs verður aðstoðarþjálfari með Helga í sumar. „Stærstu breytingarnar á hópnum frá því í fyrra […]

Forsala félagsmanna framlengd til 20. júní

Forsala á þjóðhátíðarmiðum fyrir félagsmenn ÍBV íþróttafélags hefur verið framlengd til 20. júní þetta kemur fram í frétt á dalurinn.is. Þar kemur fram að þjóðhátíðarnefnd vinni nú að því í samráði við Almannavarnir að skoða hvort og þá hvernig mögulegt sé að útfæra hátíðina þannig að farið sé að ítrustu kröfum Landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins vegna […]

Mesti samdráttur í sjávarútvegi frá því snemma á níunda áratugnum

Útflutningur á sjávarafurðum hefur dregist verulega saman það sem af er ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samdráttinn  má rekja til loðnubrests, annað árið í röð, brælu í upphafi árs og svo síðast en ekki síst COVID-19 sem hefur valdið miklum erfiðleikum í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.